Keflavík sigraði í kvöld topplið Vals í 16. umferð Dominos deildar kvenna, 82-71. Sem fyrr er Valur þó enn í toppsæti deildarinnar, en nú aðeins tveimur stigum á undan Haukum og Keflvík í 2.-3. sætinu.
Gangur leiks
Leikur kvöldsins var jafn í upphafi. Eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með einu stigi, 19-20. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimstúlkur í Keflavík þá að snúa leiknum sér í hag, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þær 3 stigum yfir, 38-35.
Í seinni hálfleiknum náði Keflavík svo að bæta við þessa forystu sína. Eru 7 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 57-50. Í honum gera þær svo vel og ná að lokum að sigra með 11 stigum, 82-71.
Tölfræðin lýgur ekki
Lið Keflavíkur gaf 21 stoðsendingu í leik kvöldsins á móti aðeins 8 slíkum hjá Val.
Kjarninn
Lið Keflavíkur gerði vel í að sigra topplið Vals þessa umferðina. Keflavík staðið í ströngu síðastliðna vikuna á meðan að Valur hefur verið í fríi. Bæði varði meistaraflokkur Keflavíkur bikarmeistaratitil sinn síðustu helgi, en þá sigruðu þær einnig (margir leikmenn meistaraflokks) Maltbikarkeppnina í stúlknaflokk.
Atkvæðamest
Brittanny Dinkins var best í liði Keflavíkur í kvöld. Skoraði 38 stig, tók 9 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 34 mínútum sem hún spilaði í leiknum.