Mynd: Evaldas Šemiotas
Kvennalið Breiðabliks hefur samið við nýjan erlenda leikmann sem heitir Whitney Knight og er bandarísk. Hún hefur áður spilað með WNBA liðum og á Spáni og í Rússlandi.
Whitney Knight var valin í nýliðavali WNBA af Los Angeles Sparks (með 15. valrétti) árið 2016 og hefur spilað 10 leiki í WNBA deildinni. Hún hefur spilað fyrir Sparta & K Moskvu R. Vidnoje í Rússlandi og seinast var hún að spila fyrir Logrono á Spáni þar sem hún var að meðaltali að skora 7.4 stig, taka 2.9 fráköst og stela 1.0 boltum í leik.
Hún er skráður bakvörður en verandi 190 cm á hæð er ljóst að hún gæti nýst vel í teignum hér á Íslandi. Blikastelpur eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar og gætu mögulega verið að banka á dyrnar í úrslitakeppnina ef að Knight reynist betri kostur í liði þeirra.