Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 12 manna landslið kvenna sem tekur þátt í undankeppni EM 2019, FIBA EuroBasket Womens 2019, núna í febrúar. Framundan eru tveir útileikir í komandi landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 5.-15. febrúar.
Fyrri leikurinn verður gegn Bosníu í Sarajevo þann 10. febrúar og seinni leikurinn fer svo fram þann 14. febrúar gegn Svartfjallalandi í Podgorica. Frá þessu er greint í tilkynningu KKÍ.
Íslenska liðið mun ferðast út þann 6. febrúar og vera við æfingar í Bosníu fyrir fyrri leikinn og fara svo niður til Svartfjallalands daginn eftir fyrri leikinn og gera sig klárt þar fyrir seinni leikinn sem fer eins og áður segir fram miðvikudaginn 14. febrúar.
Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er Rósa Björk Pétursdóttir frá Haukum. Á æfingamóti milli jóla og nýárs sem liðið tók þátt í, voru þrír nýliðar í hópnum þá sem taka einnig þátt í sínum fyrstu evrópuleikjum nú í febrúar. Það eru þær Dýrfinna Arnardóttir frá Haukum og Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir frá Breiðablik.
Íslenska liðið er þannig skipað í leikjunum tveim:
?
Leikmaður Lið? F. ár? Staða? Hæð Landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir Snæfell 1992 F 177 17
Dýrfinna Arnardóttir Haukar 1998 F 174 2
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir Valur 1998 M 188 5
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur 1992 B 180 14
Helena Sverrisdóttir Haukar 1988 B 184 66
Hildur Björg Kjartansdóttir Legonés, Spánn 1994 F 188 21
Isabella Ósk Sigurðardóttir Breiðablik 1997 F 186 2
Rósa Björk Pétursdóttir Haukar 1997 F 174 Nýliði
Sandra Lind Þrastardóttir Horsholm, DK 1996 M 182 18
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir Skallagrímur 1988 F 181 51
Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik 1995 B 175 2
Þóra Kristín Jónsdóttir Haukar 1997 B 173 6
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfarar: Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir
Eftirtaldir leikmenn voru valdir að auki en gáfu ekki kost á sér eða eru meiddir:
Emelía Ósk Gunnarsdóttir – Keflavík (meidd)
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan (gaf ekki kost á sér)
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík (gaf ekki kost á sér)
Birna Valgerður Benónýsdóttir – Keflavík (gaf ekki kost á sér)
Embla Kristínardóttir – Keflavík (gaf ekki kost á sér)
Hallveig Jónsdóttir – Valur (gaf ekki kost á sér)