Blake Griffin lék sinn fyrsta leik fyrir Detroit Pistons í nótt. Kappinn var í lykilhlutverki þegar hann skoraði 24 stig og tók 10 fráköst í naumum sigri liðsins gegn Memphis, 104:102. Andre Drummond skoraði 14 stig og tók 15 fráköst fyrir Detroit sem er í slagsmálum um síðasta sætið í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Marc Gasol var atkvæðamestur í liði Memphis með 19 stig og 14 fráköst.
Í slagsmálunum um Texas ríki voru það Houston Rockets sem unnu sigur á San Antonio Spurs, 102:91, í NBA-deildinni í nótt.
James Harden, sem fyrr í vikunni skoraði 60 stig fyrir Houston, "dempaði sig" aðeins niður eftir þann stórleik, en hlóð samt sem áður í myndarlega tvennu. Hann skoraði 28 stig, gaf 11 stoðsendingar. Gerald Green skoraði 15 stig fyrir Houston og Clint Capela 14. Danny Green var stigahæstur hjá SA Spurs með 22 stig.
Bradley Beal gerði sér lítið fyrir og skoraði 27 af 29 stigum sínum í síðasta fjórðung fyrir Washington Wizards sem sigruðu lið Toronto Raptors 122:119. 8 leikmenn Wizards skoruðu tveggja stafa tölur í nótt en þetta er þriðji sigur liðsins í röð án John Wall sem gekkst undir hnífinn vegna hné meiðsla á miðvikudag.
Úrslitin í nótt:
Detroit – Memphis 104:102
Denver – Oklahoma 127:124
SA Spurs – Houston 91:102
Washington – Toronto 122:119
Minnesota – Milwaukee 108:89