spot_img
HomeFréttirEinstaklingstölfræði Domino's deilda karla og kvenna

Einstaklingstölfræði Domino’s deilda karla og kvenna

Mikið er vitnað í framlagsútreikninga þegar talað er um frammistöðu leikmanna í Domino's deildum karla og kvenna. Framlag er á margan hátt góður mælikvarði á hefðbundna tölfræðiþætti leikmanna þar sem hann leggur saman það jákvæða í leik leikmanns og dregur svo frá það neikvæða. Framlag virðir hins vegar að vettugi mínútufjölda sem leikmaður lék í leiknum og þarf því leikmaðurinn að bæði spila mikið og vera áberandi á tölfræðiskýrslunni til að hífa upp framlagið. Þannig er oft mikil fylgni milli framlags og usage% sem mælir hlutfall sókna sem enda á einhvern hátt í höndunum á umræddum leikmanni.

 

Að því sögðu er vert að kíkja á hvað annað er í boði fyrir tölfræðiþyrst körfuboltaáhugafólk. Fyrst ber að nefna Game Score eða GmSc sem er í raun fancy útgáfa af framlagi. 40 er frammúrskarandi og 10 er meðalframmistaða. Player Impact Estimate eða PIE er prósentutala sem gerir tilraun til að meta áhrif leikmanns á leik liðsins í heild. Performance Index Rating er mælt í Live Stattinu sem KKÍ birtir með leikjum á meðan þeir eru í gangi. PIR er í raun önnur endurbætt útgáfa af framlagi enda mikil fylgni við milli PIR og framlags.

 

Engin af þessum mælikvörðum mælir frammistöðu miðað við leiknar mínútur. Það gerir hins vegar offensive rating og defensive rating. Þar er reynt að skoða annars vegar skoruð stig á hverjar 100 sóknir sem leikmaður spilar (ORtg) og áætlað hve mikið er skorað á hann og liðið hans á hverjar 100 sóknir þegar hann er inni á vellinum (DRtg). Alls ekki fullkomnir mælikvarðar og flóknir í útreikningum en gefa þó nokkuð góða mynd af því sem leitað er eftir; skilvirkni í sókn og vörn. Gallinn er hins vegar sá að mögulegt (þó ekki algilt) er að leikmenn liða sem vegnir illa í deildinni koma illa út í slíkum samanburði og þá sérstaklega út frá DRtg. Marques Oliver og Urald King virðast þó standast alveg þann samanburð eins og sjá má hér að neðan með samanlagt +/- gildi upp á -62 og -6 en báðir með DRtg vel undir 95.

 

Net Rating eða mismunurinn á þessum tveimur gildum er svo hinn endanlegi mælikvarði á gæði heildarleiks leikmannsins, bæði í vörn og sókn. Á myndunum hér að neðan má sjá 20 "bestu" leikmenn Domino's deildar karla og kvenna út frá þessum mælikvarða. Þau lágmörk sem sett eru á karla megin eru 7 leikir og 20 mínútur að meðaltali í leik en kvenna megin eru það 8 leikir og 20 mínútur. Ástæðan fyrir því að taflan karla megin er ítarlegri er sú að kvennatölfræðin var reiknuð á undan og áður en undirritaður ákvað að henda með stigum og +/- tölfræðinni. Tölfræðin er tekin saman eftir 15 umferðir í Domino's deild karla og 17 umferðir í Domino's deild kvenna.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -