Já það getur á stundum verið flókið að græja sér miða á landsleiki og stundum komast færri að en vilja. Í janúar sl. gerðist sá ótrúlegi atburður hinsvegar að Kristín Helga Kristinsdóttir nokkur ætlaði að gera sér, föður sínum og systir glaðan dag sl. sunnudag og skella sér á landsleik. Leikurinn, stórleikur gegn Tékkum og umspil fyrir HM 2019.
Af frásögn Kristínar að dæma má gera ráð fyrir að tilhlökkun til leiksins hafi verið mikil. Það sem hinsvegar Kristín flaskaði á og líkast til hefur verið mikil undrun þegar hún mætti í Laugardalshöllina er að þar var verið að spila okkar ástsæla körfuknattleik, en hún var í þeirri meiningu að um væri að ræða landsleik í Handbolta.
Atli Fannar Bjarkason, Sauðkrækingur og ritstóri Nútímans er körfuknattleiksunandi mikill og átti han ansi gott skot á "Tíst" Kristínar þegar hann spurði eins og öllum er ljóst hvort "að þetta hafi nú þá að lokum blessast"
Í janúar keypti ég miða á landsleikinn í handbolta sem átti að fara fram í Laugardalshöll síðasta sunnudagskvöld. Bauð pabba og systur minni með. Öll voða spennt, enda umspil fyrir HM 2019. Það er styst frá því að segja að þetta var svo körfuboltaleikur.
— Kristín H. Kristinsdóttir (@kristinhelgak) February 28, 2018