spot_img
HomeFréttirValur Orri: Þurfum að stoppa númer 10

Valur Orri: Þurfum að stoppa númer 10

 

Fyrr í  morgun greindum við frá því að þeir Valur Orri Valsson og Elvar Már Friðriksson koma til með að kljást í kvöld með liðum sínum Florida Tech og Barry University í úrslitakeppni SSC deildarinnar.  Elvar Már sagði í viðtali að ekkert yrði gefið eftir þrátt fyrir fínan vinskap milli þeirra félaga.  "Já  þeir eru bunir að vera mjög góðir. Okkar möguleikar finnst mér eiginlega velta á okkur sjálfum, ef við mætum af krafti og spilum okkar leik þa getum við unnið Barry. Svo þarf að slökkva i leikmanni númer 10 hjá þeim sem gerir allt fyrir þá." sagði Valur Orri og hló léttilega en bætti svo við að Florida Tech hefur sýnt það að þeir getið unnið Barry en þeir þurfi þá að spila af krafti og fyrir hvorn annan. 

 

Gengi Florida Tech hefur verið brösótt í vetur og hafa þeir unnið 8 leiki en tapað 12. "Gengi okkar er búið að vera rosalega mikið upp og niður. Mætum í suma leiki en ólíkir okkur í þeim næsta. Við erum með hörku lið sem við höfum ekki náð að sýna nema i nokkrum leikjum. Unnum góðan sigur síðasta laugardag þannig sjálfstraustið fyrir þennan leik kannski aðeins meira." 

 

Valur Orri tók í svipaðan streng og Elvar aðspurður um viðureignir þeirra ytra. " Já það er öðruvisi fílingur á því þegar við spilum gegn hvor öðrum hér úti en heima. Flestir vita að við erum mjög góðir vinir og öllum finnst það eitthvað smá skíitið. Heima fannst manni alltaf meira i húfi kannski, en hér er bara gaman að fá að hitta vin sinn og kljást. Við erum mikið i bandi. Spilum Call of Duty svona annars lagið saman. Náum samt lítið að hittast eins og er útaf skóla og tímanum sem fer í körfuna. ég kíkti á hann til Miami um daginn þegar ég átti frí, það var nauðsynlegt." sagði Valur Orri 

 

Valur er á sínu öðru ári með Florida Tech en fyrsta árið var hann ekki með leikheimild með liðinu en hefur farið vel af stað á sínu fyrsta keppnistímabili. " Ég er að læra markaðsfræðina hérna úti gengur ágætlega. Það tók smá tíma að aðlagast þessum bolta sem þeir spila, en finnst það hafa batnað með hverjum leiknum. Persónulega er allt i góðu standi, er með mjög fína liðsfélaga sem betur fer og við erum mikið saman sem hjálpar. Tók stuttan tíma að aðlagast Ameríku eftir að hafa búið i litlu Ameríku heima í nokkur ár." sagði Valur Orri að lokum og má gera ráð fyrir að þar vísi hann að Keflavíkurvist sinni. 

 

Mögulega verður hægt að horfa á leikinn á þessum hlekk hér. En ekki er vitað hvort þurfi að greiða fyrir aðgang. 

Fréttir
- Auglýsing -