spot_img
HomeFréttirÚrslit: Slátrun í Ásgarði og naglbítur í Ljónagryfjunni

Úrslit: Slátrun í Ásgarði og naglbítur í Ljónagryfjunni

Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og völtuðu hreinlega yfir arfaslaka Keflvíkinga í Ásgarði í kvöld, 99-67. Tómas Þórður Hilmarsson var allt í öllu fyrir heimamenn með 26 stig og 16 fráköst en hjá gestunum var það Magnús Már Traustason sem var með lífsmarki með 13 stig.

 

Í Ljónagryfjunni eru neglur bitnar upp að kviku því þar var tví-framlengt. Leikurinn réðst á loka loka andartökunum en það voru Njarðvíkingar sem unnu að lokum 103-102. 

Mikill stigaleikur var spilaður í Kópavoginum þar sem Breiðablik tók á móti Skallagrími en þeim leik lauk með samtals 234 stigum skoruðum í heildina. Fór svo að Skallagrímur sigraði leikinni gegn gestgjöfunum 111-123.

 

Fréttir
- Auglýsing -