spot_img
HomeFréttirElvar Már og félagar töpuðu úrslitaleiknum

Elvar Már og félagar töpuðu úrslitaleiknum

 

Úrslit í SSC deildinni fóru fram um helgina og fyrr höfðum við sagt ykkur frá því þegar Elvar Már Friðriksson og félagar höfðu lagt Florida Tech háskólann í fyrstu umferð.  Svo fór að Barry háskólinn fór í úrslitk keppninar og mættu þar liði Eckerd sem voru númer tvö í deildinni.  Svo fór að fyrstu 20 mínútur leiksins voru Eckerd töluvert betri í leiknum og skoruðu 56 stig gegn 27 stigum frá Barry.  

 

Þennan mun náðu Barry aldrei að brúa og þurftu að játa sig sigraða og Eckerd fagnaði 96:71 sigri í SSC deildinni. Elvar Már skoraði 17 stig og sendi 5 stoðsendingar í leiknum en skotnýting hans var ekki góð þetta kvöldið nema þá af vítalínunni þar sem hann setti niður öll 9 víti sín. 

 

Næst á dagskrá hjá Barry er úrslitakeppni 2. deildar NCAA og hefja þeir leik á laugardag þar sem þeir mæta sterku liði West Florida en spilað er í Atlanta. 

Fréttir
- Auglýsing -