spot_img
HomeFréttirJón Axel í March Madness með Davidson

Jón Axel í March Madness með Davidson

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson tryggðu sér sigur í Atlantic-10 deild háskólaboltans í dag með sigri á Rhode Island í úrslitaleik deildarinnar. 

 

Rhode Island sem voru efstir í deildinni og meistarar síðasta árs voru sigurstranglegri en Jón Axel og félagar þurftu heldur betur að hafa fyrir þessum sigri. Kellan Grady kom Davidson 58-57 yfir þegar mínúta var eftir og þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða til að ná sigrinum þá var þessi karfa Grady lokakarfa leiksins. 

 

Jón Axel var eins og áður drjúgur fyrir Davidson. Hann var með 9 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og tvo stolna bolta á  40 mínútum. En hann var einn þriggja leikmanna liðsins sem lék allar mínútur síns liðs. 

 

Sigurinn þýðir að Davidson er komið í Mars brjálæðið (March Madness) sem er úrslitakeppni háskólaboltans. Ljóst er að mörg augu verða á Jón Axel og félögum enda nokkuð síðan liðið komst síðast í úrslitakeppnina. eða árið 2015. 

Fréttir
- Auglýsing -