spot_img
HomeFréttirJón Axel: Magnaðasta tilfinning á mínum ferli

Jón Axel: Magnaðasta tilfinning á mínum ferli

 

"Þetta er magnaðasta tilfinning sem ég hef upplifað á mínum körfuboltaferli. Þetta er svo klikkað og ekki bara að vinna, heldur vita að þú sért á leiðinni í March Madness sem er eitthvað sem hefur verið draumur síðan maður var gutti." sagði Jón Axel Guðmundsson sem var nývaknaður í vestur í Bandaríkjunum þegar Karfan.is heyrðum í honum í morgun. Eins og flestir vita tryggðu Jón Axel og félagar hans í Davidson háskólanum farseðilinn í March Madness, úrslitakeppni háskólaboltans. 

 

Leikurinn var ekki fyrir hjartveika og lokasekúndur leiksins urðu þess valdandi að heimilislífið hjá undirrituðum snérist um það að ungviðið fylgdist með pabba sínum öskrandi á litla Macbook tölvu í eldhúsinu. En hvernig voru taugarnar á okkar mann í vellinum? Voru menn ekkert orðnir smeykir þegar Rhode Island virtust fá hvern möguleikann á fætur öðrum að vinna leikinn? " Nei ekkert þannig. Við vorum búnir að vera í þessari stöðu oft í vetur þannig við vissum alveg hvað við þurftum að gera. Þannig við töluðum bara um að halda áfram að stoppa og þá myndum við vinna leikinn."

 

Jón Axel spilaði 40 mínútur í leiknum en ekki virtist okkar maður vera þreyttur í leiknum sjálfum á lokasprettinum.  "Við þrír erum búnir að vera spila frá 38-40 mínútur í leik mest megnis í öllum spennu leikjum og maður er bara búinn að venjast því. Þeir sjá til þess að við erum í góðu formi og þetta venst að spila svona mikið." 

 

Næsta verkefni er risavaxið eins og við hér á Karfan.is höfum greint frá.  Kentucky háskólinn sem er risanafn í boltanum þar ytra. Hvernig koma Davidson menn til með að nálgast þann leik?  "Bara alveg eins og hvern annan leik. Við eigum 42% líkur á að vinna þennan leik samkvæmt einhverju tölfræði rugli hérna úti  og 18% líkur á Sweet 16 sem er bara fín tölfræði fyrir mér. Þeir (Kentucky) vita alveg hvað við getum og þótt þeir séu þekktur skóli þá breytir það engu máli þegar kemur inn á völlinn.  Þá er það bara sýna hörku og liðið vinnur sem hefur meiri vilja til að komast lengra í  keppninni." sagði Jón Axel og bætti við að lokum, "Ég held við vinnum þá"

 

 

Fréttir
- Auglýsing -