spot_img
HomeFréttirDavidson hefur leik í kvöld - Jón Axel meðal 10 bestu evrópubúana...

Davidson hefur leik í kvöld – Jón Axel meðal 10 bestu evrópubúana í March Madness

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson hefja leik í kvöld í March Madness eða úrslitakeppni háskólaboltans. Það eru heldur betur alvöru andstæðingar sem bíða Davidson en lærisveinar John Calipari í Kentucky mæta Davidson. Leikurinn hefst kl 11:10 að íslenskum tíma. 

 

Í vikunni kynnti fréttasíðan Eurohoops.com þá evrópsku leikmenn sem verða í Mars fárinu í ár. Þeir völdu tíu af þeim leikmönnum sem eru bestu evrópubúarnir í keppninni. Meðal leikmanna á listanum eru Omer Yurtsevin leikmaður NC State, Moritz Wagner leikmaður Michigan, Sviatoslav Mykhailiuk leikmaður Kansas og fleiri. 

 

Á listanum er einnig hinn íslenski Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson. Þar segir að Jón Axel sé mjög áreiðanlegur fyrir Davidson og sé að bæta leik sinn  gríðarlega. 

 

Þá er því slegið upp að Jón Axel og Tryggvi Snær Hlinason séu framtíð íslensks körfubolta en fjölmiðlar um allan heim þekkja nú orðið Tryggva vel. Jón Axel virðist því vera í miklum metum hjá fjölmiðlum og er talinn einn af lykilmönnum Davidson háskólans. 

 

Listann má finna í heild sinni hér.

Fréttir
- Auglýsing -