ÍR tók á móti Keflavík í Subway deild kvenna í kvöld, í leik liðanna í efsta og neðsta sæti deildarinnar.
Leikurinn spilaðist í samræmi við stöðu liðanna í deildinni, og átti topplið Keflavíkur ekki í vandræðum með ÍR-konur. Munurinn var 14 stig í hálfleik, 23-37, og óx bara í þeim siðari.
Svo fór að lokum að gestirnir unnu 45 stiga sigur, 42-87, og tróna enn á toppi deildarinnar.
Birna Valgerður Benónýsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir voru stigahæstar í liði gestanna með 17 stig hvor, en Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR með 12 stig.
Næsti leikur ÍR er 22. mars þegar liðið mætir Breiðabliki í Smáranum. Sama kvöld mæta Keflvíkingar í heimsókn til Grindavíkur.