spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÖruggur sigur Hauka í Ólafssal

Öruggur sigur Hauka í Ólafssal

Haukar lögðu Fjölni nokkuð örugglega í kvöld í 26. umferð Subway deildar kvenna, 92-74.

Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 42 stig, en þær eru í mikilli baráttu við Val um 2. sæti deildarinnar. Valur á leik nú kvöld gegn Grindavík þar sem líklegt er að þær sigri og verði því jafnar Haukum að stigum í þessu 2.-3. sæti í lok kvölds, en fátt virðist geta komið í veg fyrir að þessi tvö lið mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Fjölnir er eftir leikinn sem áður í 6. sæti deildarinnar með 16 stig. Nokkuð fastar þar, með engar vonir lengur um að komast í úrslitakeppnina og geta heldur nánast ekki færst neitt niður töfluna heldur.

Atkvæðamest fyrir Hauka í leik kvöldsins var Keira Robinson með 30 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir Fjölni var það Brittany Dinkins sem dró vagninn með 30 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Bæði lið eiga tvo leiki eftir í deildinni, en leikið verður tvo næstu miðvikudaga. Komandi miðvikudag 22. mars fær Fjölnir Val í heimsókn í Dalhús og Haukar heimsækja Njarðvík í Ljónagryfjuna.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -