Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola fimm stiga tap í kvöld gegn Crema í ítölsku úrvalsdeildinni, 57-62.
Faenza eru eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með sex sigra og nítján töp það sem af er tímabili.
Á tæpum 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún fimm stigum, tveimur fráköstum og stolnum bolta.