Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Breogan í dag í ACB deildinni á Spáni, 71-87.
Sigurinn nokkuð mikilvægur fyrir Zaragoza sem berjast við að sogast ekki inn í fallbaráttu deildarinnar. Eru eftir hann í 13. sætinu, þremur sigurleikjum fyrir ofan Real Betis sem eru í fyrra fallsætinu.
Tryggvi Snær átti flottan leik fyrir Zaragoza í dag, á rúmum 20 mínútum spiluðum skilaði hann 7 stigum og 8 fráköstum, en hann var næst framlagshæsti leikmaður liðsins í leiknum.