spot_img
HomeFréttirKörfuboltamót framhaldsskólana loksins á dagskrá - Bíshef verður haldið 24. til 26....

Körfuboltamót framhaldsskólana loksins á dagskrá – Bíshef verður haldið 24. til 26. mars

BÍSHEF er nýtt körfuboltamót á milli framhaldsskóla landsins sem fram fer í Egilshöll helgina 24. til 26. mars.

Þar verður leikið í blönduðum flokki þar sem hver leikur er 4×5 mínútur, en þá er gert ráð fyrir að stelpur leiki tvo leikhluta og strákar tvo leikhluta fyrir hvern skóla. Úrslitadagurinn er sunnudagurinn, en þá fara fram úrslit fjögurra bestu skólanna og leikið er um framhaldsskólatitilinn.

Leikirnir eru stuttir og því von á því að þeir verði gríðalega spennandi, en einnig verður brjáluð stemning hjá stuðningsmannasveitum frammhaldsskólanna. Frítt er inn og allir eru velkomnir að kíkja við. Einnig verður Bíshef Pizzutilboð hjá Shake&Pizza.

Fréttir
- Auglýsing -