spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar aftur á sigurbraut á Egilsstöðum

Keflvíkingar aftur á sigurbraut á Egilsstöðum

Keflavík lagði Hött á Egilsstöðum í kvöld í Subway deild karla, 84-89.

Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Höttur er í 11. sætinu með 14 stig.

Með sigrinum snéri Keflavík af fjögurra leikja taphrinu, en liðið hafði á síðustu vikum tapað fyrir Haukum, Þór, KR og Val. Liðið er þó eftir kvöldið öruggt með að vera með heimavöll í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar sem að eina liðið sem getur náð þeim í 3. eða 4. sætinu er Tindastóll, en þá lögðu Keflavík nokkuð örugglega í tvígang í vetur.

Vegna tapsins hefur Höttur tapað þremur síðustu leikjum gegn Keflavík, Grindavík og Val, en þeir eru sem stendur enn í fallbaráttu. Til þess að tryggja vera sína í deildinni þurfa þeir að sigra annan hvorn síðustu tveggja leikja sinna gegn ÍR eða Breiðablik.

Atkvæðamestur fyrir Hött í leiknum var Timothy Guers með 19 stig og 7 stoðsendingar. Fyrir Keflavík var það Halldór Garðar Hermannsson sem dró vagninn með 19 stigum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -