Frábær seinni hálfleikur hjá Philadelphia 76ers gerði út um vonir Miami Heat um að halda áfram keppni í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 20-34 í þriðja fjórðung gerði í raun út um leikinn og Sixers sigruðu 91-104. JJ Redick leiddi Philly menn með 27 stig, Joel Embiid átti fínan leik með 19 stig og 12 fráköst og einnig Ben Simmons sem bætti við 14 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Heat var það King Kelly Olynik sem leiddi liðið í öllum helstu tölfræðiþáttum með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.
Feel like that's not really allowed.
Dragic with a slap to Simmons' head as tensions heat up at Wells Fargo Center. He is issued a technical. pic.twitter.com/JWdeJSZFhx
— NBC Sports Philadelphia (@NBCSPhilly) April 25, 2018
San Antonio Spurs sáu aldrei til sólar gegn Golden State Warriors í nótt en Oakland liðið steig bensínið í botn í öðrum hluta með 27 stigum gegn 18 frá Texasliðinu. Leik lauk með 91-99 sigri Golden State. Kevin Duran setti 25 stig fyrir Warriors og Draymond Green átti einnig hörkuleik með 17 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Spurs var það sem fyrri daginn LaMarcus Aldrigde sem dróg vagninn með 30 stig og 12 fráköst.
"Keep going, okay? Why not?"
Manu Ginobili & Steve Kerr share a special moment after the Warriors' win over the Spurs. pic.twitter.com/fuFrDh3nt5
— NBA on TNT (@NBAonTNT) April 25, 2018
Sömu sögu er að segja frá Boston þar sem Celtics sigruðu Bucks með 5 stigum, 87-92. Eftir sterka byrjun Bucks manna fór gamla dísilvélin frá Boston í gang og snéri leiknum við. Þrátt fyrir góða endurkomu Bucks í fjórða hluta tóks Celtics að landa mikilvægum sigri og komast yfir 3-2. Al Horford leiddi Celtics með 22 stig og 14 fráköst. Khris Middleton leddi Bucks með 23 stig en Boston náði að halda stigaskori Giannis Antetokounmpo í lágmarki í 16 stigum en hann bætti við 10 fráköst og 9 stoðsendingum.
Philadelphia er þá komið áfram í fjórðungsúrslitin og mun þar mæta annað hvort Boston eða Milwaukee. Warriors eru einnig farnir áfram í fjórðungsúrslitin vestan megin og mæta þar New Orleans Pelicans.