spot_img
HomeFréttirSixers og Warriors áfram í aðra umferð

Sixers og Warriors áfram í aðra umferð

 

Frábær seinni hálfleikur hjá Philadelphia 76ers gerði út um vonir Miami Heat um að halda áfram keppni í úrslitakeppni NBA deildarinnar. 20-34 í þriðja fjórðung gerði í raun út um leikinn og Sixers sigruðu 91-104. JJ Redick leiddi Philly menn með 27 stig, Joel Embiid átti fínan leik með 19 stig og 12 fráköst og einnig Ben Simmons sem bætti við 14 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Heat var það King Kelly Olynik sem leiddi liðið í öllum helstu tölfræðiþáttum með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.

 

 

 

 

San Antonio Spurs sáu aldrei til sólar gegn Golden State Warriors í nótt en Oakland liðið steig bensínið í botn í öðrum hluta með 27 stigum gegn 18 frá Texasliðinu. Leik lauk með 91-99 sigri Golden State. Kevin Duran setti 25 stig fyrir Warriors og Draymond Green átti einnig hörkuleik með 17 stig, 19 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Spurs var það sem fyrri daginn LaMarcus Aldrigde sem dróg vagninn með 30 stig og 12 fráköst. 

 

 

 

 

Sömu sögu er að segja frá Boston þar sem Celtics sigruðu Bucks með 5 stigum, 87-92. Eftir sterka byrjun Bucks manna fór gamla dísilvélin frá Boston í gang og snéri leiknum við. Þrátt fyrir góða endurkomu Bucks í fjórða hluta tóks Celtics að landa mikilvægum sigri og komast yfir 3-2. Al Horford leiddi Celtics með 22 stig og 14 fráköst. Khris Middleton leddi Bucks með 23 stig en Boston náði að halda stigaskori Giannis Antetokounmpo í lágmarki í 16 stigum en hann bætti við 10 fráköst og 9 stoðsendingum.

 

 

Philadelphia er þá komið áfram í fjórðungsúrslitin og mun þar mæta annað hvort Boston eða Milwaukee. Warriors eru einnig farnir áfram í fjórðungsúrslitin vestan megin og mæta þar New Orleans Pelicans.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -