spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar eru Íslandsmeistarar í Domino's deild kvenna

Úrslit: Haukar eru Íslandsmeistarar í Domino’s deild kvenna

Haukar tryggðu sér rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna eftir sigur á Val í mögnuðum háspennu-oddaleik, 74-70. Leikurinn var mjög jafn og en þó sveiflukenndur en Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir áhlaup Vals. Til hamingju, Haukar!  Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka með þrefalda tvennu; 21 stig, 19 fráköst og 10 stoðsendingar. Helena var einnig með þrefalda tvennu að meðaltali í allri úrslitakeppninni; 20,8 stig; 12,5 fráköst og 10 stoðsendingar – fyrst allra. Magnaður leikmaður. Hjá Val var það Aalyah Whiteside sem leiddi með 26 stig og 10 fráköst. 

 

Úrvalsdeild kvenna, Úrslitakeppni

Haukar-Valur 74-70 (21-20, 14-17, 20-15, 19-18)
Haukar: Helena Sverrisdóttir 21/19 fráköst/10 stoðsendingar, Whitney Michelle Frazier 20/9 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 11/5 stolnir, Dýrfinna Arnardóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/6 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Fanney Ragnarsdóttir 2, Magdalena Gísladóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0. 
Valur: Aalyah Whiteside 26/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 16/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 13/10 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 5, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Kristín María Matthíasdóttir 0, Bergþóra Holton Tómasdóttir 0/4 fráköst, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Bylgja Sif Jónsdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0. 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson 

Viðureign: 3-2

Fréttir
- Auglýsing -