spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞorleifur var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tapið gegn Haukum "Þær gáfu...

Þorleifur var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tapið gegn Haukum “Þær gáfu sig alla í leikinn og geta borið höfuðið hátt”

Haukar lögðu heimakonur í Grindavík í kvöld í 25. umferð Subway deildar kvenna, 75-82. Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 40 stig á meðan að Grindavík er í 5. sætinu með 20 stig.

Hérna er meira um leikinn

Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagðist einfaldlega vera stoltur af sínu liði í spjalli við Körfuna eftir leik.

“Þetta var hörkuleikur og einn af betri leikjum liðsins í vetur; þær lögðu sig alla fram og börðust eins og ljón, og ég er einfaldlega stoltur af þessu liði – þær gáfu sig alla í leikinn og geta borið höfuðið hátt. Það var mjög svekkjandi af missa Dani útaf enda vorum við þá yfir og bara í góðum málum; það var vissulega áfall en mér fannst stelpurnar bregðast vel við þessu mikla höggi – þær stóðu í lappirnar og veittu sterku og góðu Haukaliði hörku keppni út leikinn. Vissulega svekkjandi að tapa og svekkjandi að missa Dani en þegar á heildina er litið fannst mér liðið spila mjög vel og sýna hvers megnugt það er,” sagði Þorleifur Ólafsson.

Fréttir
- Auglýsing -