spot_img
HomeFréttirJón Axel verðlaunaður á lokahófi Davidson

Jón Axel verðlaunaður á lokahófi Davidson

Davidson háskólinn gerði upp gott tímabil á dögunum þar sem leikmenn sem höfðu staðið uppúr voru verðlaunaðir og fleira. Peyton Aldrigde var valinn leikmaður ársins hjá skólanum. 

 

Íslendingurinn Jón Axel Guðmundsson var verðlaunaður á lokahófinu en hann átti frábært tímabil. Hann hlaut titilinn „Breakthrought" ársins eða sá leikmaður sem skautst fram á sjónarsviðið á tímabilinu.

 

Jón Axel er á sínu öðru tímabili hjá Davidson og átti frábært tímabil. Hann endaði með 13,2 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í 33 leikjum á tímabilinu hjá Davidson. Háskólinn komst í Mars fárið þetta tímabilið eftir nokkurra ára bið. 

Fréttir
- Auglýsing -