spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin kvaddi með víkingaklappi

Martin kvaddi með víkingaklappi

Lokaumferð frönsku A-deildarinnar fór fram í kvöld þar sem Íslendingarnir Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermannsson fóru fyrir sínum liðum. Ljóst er að hvorugur þeirra leikur í úrslitakeppninni sem hefst á næstu dögum. 

 

Cholet vann sinn síðasta leik 81-80 gegn Le Mans. Haukur Helgi Pálsson endaði með 19 stig í leiknum og var næst stigahæstur liðsins. Cholet endaði í 15 sæti deildarinnar en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð. 

 

Chalon/Reims endaði tímabilið einnig á sigri 102-94 gegn Pau Lacq-Orthez. Martin Hermannsson endaði með 9 stig og 10 stoðsendingar. Allar líkur eru á að þetta hafi verið síðasti leikur Martins fyrir Chalon/Reims en hann sagði í viðtali við BeBasket um helgina að hann stefndi á sterkari deild, auk þess sem hann hefur verið orðaður við önnur lið uppá síðkastið. 

 

Martin kvaddi Chalon/Reims með einu alíslensku víkingaklappi fyrir áhagendur liðsins. Myndaband af því má sjá hér að neðan:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -