Fjölnir lagði Breiðablik nokkuð örugglega í Dalhúsum í kvöld í 25. umferð Subway deildar kvenna, 90-72.
Eftir leikinn er Fjölnir í 6. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Breiðablik er öllu neðar í 7. sætinu með 8 stig.
Best í liði Fjölnis í leiknum var Brittany Dinkins með 15 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Henni næst var Simone Sill með 14 stig og 9 fráköst.
Fyrir Blika var Rósa Björk Pétursdóttir með 28 stig, 13 fráköst og Birgit Ósk Snorradóttir bætti við 13 stigum og 12 fráköstum.
Bæði lið eiga leik næst komandi sunnudag 19. mars, en þá fá Blikar Íslandsmeistara Njarðvíkur í heimsókn og Fjölnir mætir Haukum í Ólafssal.
Myndasafn (Fjölnir FB)