spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már og Rytas héldu voninni lifandi í Tyrklandi

Elvar Már og Rytas héldu voninni lifandi í Tyrklandi

Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Bahcesehir í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 69-92.

Með sigrinum haldast vonir Rytas um að komast í átta liða úrslit keppninnar lifandi, en til þess að það geti gerst þurfa þeir að vinna Manresa í lokaleik riðlakeppninnar þann 22. mars.

Á 25 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 8 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -