Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Bjarni Guðmann Jónsson hafa endurnýjað samninga sína við Skallagrím og munu leika með liðinu í næsta vetur í Dominos deildinni. Áttu þeir báðir flottan vetur fyrir liðið, sem tryggði sér efsta sæti 1. deildarinnar og þar með beina leið upp í Dominos deildina fyrir næsta tímabil.
Eyjólfur skilaði 18 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik og var á lokahófi KKÍ valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Bjarni skoraði 10 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á tímabilinu og var ásamt Eyjólfi í liði ársins í 1. deildinni.
Mynd / Skallar.is