Njarðvík hefur samið við bakvörðinn Jeb Ivey um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Ivey er vel kunnur hér á landi því hann lék í fjögur ár með íslenskum liðum. Fyrst með KFÍ 2003-04, þá Fjölni 2004-05, og síðan í tvö ár með Njarðvík frá 2005 til 2007.
Árið 2010 kom hann inn í lið Snæfells í úrslitum og vann með þeim Íslandsmeistaratitilinn. Síðan árið 2010 hefur Ivey spilað í Frakklandi og nú síðast í Finnlandi.