spot_img
HomeFréttirCeltics aftur í forystu eftir hitaleik í Boston

Celtics aftur í forystu eftir hitaleik í Boston

 

Heimamenn í Boston Celtics sigruðu Cleveland Cavaliers með 96 stigum gegn 83 í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurstrandarinnar. Eftir leikinn eru Celtics því aftur komnir í forystu í einvígininu 3-2 og geta þeir því með sigri í næsta leik komist í úrslitin.

 

Allir leikir einvígisins hafa til þessa unnist á heimavelli liðanna. Fyrstu tvo leikina sigruðu Celtics í Boston, síðan unnu Cavaliers næstu tvo í Cleveland og svo Celtics aftur nú í nótt í Boston. Næsti leikur liðanna er í Cleveland, en sigri Cavaliers hann verður oddaleikur í Boston.

 

Atkvæðamestur heimamanna í nótt var nýliðinn Jayson Tatum, en hann skoraði 24 stig, tók 7 fráköst, gaf 4 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 2 skot á þeirri 41 mínútu sem hann spilaði. Fyrir Cavaliers var það LeBron James sem dróg vagninn með 26 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum á 39 mínútum spiluðum.

 

Nokkur hiti var í leik næturinnar, eins og sjá má hér fyrir neðan:

 

Hér má hlusta á NBA Podcast Körfunnar sem fór vel yfir stöðu mála fyrr í vikunni

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 83 – 96 Boston Celtics

(Celtics leiða 3-2)

 

Hérna er það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -