spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHilmar Smári snýr aftur til Hauka

Hilmar Smári snýr aftur til Hauka

Hilmar Smári Henningsson hefur ákveðið að leika með uppeldisliði sínu Haukum aftur eftir hálfs árs veru hjá Þór á Akureyri. Frá þessu var sagt á mbl.is í morgun. 

 

Þessi 18 ára bakvörður er einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann lék stórt hlutverk í liði Þórs í Dominos deild karla er liðið féll úr deildinni á nýliðnu tímabili. Hilmar Smári var með 8,4 stig, 3 frá­köst og 1,7 stoðsend­ing­ar að meðaltali í leik með Þór Ak. 

 

Hilmar Smári hefur verið hluti af ógnarsterkum yngri flokk Hauka sem hefur urðið Íslandsmeistari í drengjaflokk síðustu tvö ár. Hann hefur nú ákveðið að leika áfram í Dominos deildinni á næstu leiktíð. 

 

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Hauka fyrir næstu leiktíð. Hilmar Pétursson samdi við Breiðablik á dögunum og Finnur Atli Magnússon er á leið til Ungverjalands. Hlutverk Hilmars Smára gæti því stækkað í  liði Hauka. 

Fréttir
- Auglýsing -