spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristinn snýr heim í Hauka

Kristinn snýr heim í Hauka

Kristinn Marínósson hefur ákveðið að snúa aftur heim í Hafnarfjörð eftir tveggja ára veru hjá ÍR. Hann skrifaði í kvöld undir samning við uppeldisfélagið Hauka. Þetta staðfestir Kristinn í samtali við Karfan.is í kvöld. 

 

Kristinn var með 7,3 stig og 3,1 fráköst að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með ÍR er liðið komst alla leið í undanúrslit Dominos deildarinnar. Hann var meiddur meirihlutann af fyrra tímabili sínu hjá ÍR. Kristinn var gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Hauka er liðið komst í úrslitaeinvígið gegn KR fyrir rúmum tveimur

 

Um endurkomuna heim á Ásvelli sagði Kristinn: „Virkilega spenntur að vera kominn í rautt aftur. Ég skoðaði nokkra möguleika en flottur leikmannahópur sem ég þekki vel, frábær aðstaða og umgjörð og að sjálfsögðu mínir menn í maníunni vógu þungt í minni ákvörðun.“

 

Að lokum skoraði Kristinn á aðstoðarþjálfara liðsins að halda áfram. „Skora á bróðir minn Steinar "Bigpapa" Aronsson að taka slaginn aftur á næsta tímabili með þjálfarateyminu.“

 

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Hauka fyrir næstu leiktíð. Hilmar Pétursson samdi við Breiðablik á dögunum og Finnur Atli Magnússon er á leið til Ungverjalands. Auk Kristins er Hilmar Smári Henningsson snúinn aftur í lið Hauka. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -