spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaEmma Sóldís ekki meira með á þessu tímabili

Emma Sóldís ekki meira með á þessu tímabili

Leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir verður ekki meira með á þessu tímabili vegna meiðsla sem hún varð fyrir á hnéi í leik á dögunum gegn Keflavík í Subway deildinni. Staðfesti félagið við Körfuna fyrr í dag um að slitið krossband í hnéi væri að ræða. Emma Sóldís þurfti að yfirgefa leikinn gegn Keflavík eftir aðeins eina og hálfa mínútu spilaða og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir bikarmeistara Hauka, en það sem af er tímabili hefur Emma skilað 9 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir félagið sem situr í 3. sæti Subway deildarinnar.

Þetta síðasta tímabil Emmu Sóldísar á Íslandi í bili endar því ansi snemma, en áður hafði verið gefið út að hún hefði samið um að leika með Liberty í bandaríska háskólaboltanum frá næsta hausti og næstu fjögur árin.

https://www.karfan.is/2022/11/emma-soldis-til-liberty/
Fréttir
- Auglýsing -