Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason var ekki valinn í NBA nýliðavalinu í nótt. Hann var á meðal fjölda leikmanna sem talið var líklegt að valin yrðu í NBA lið í nótt. Eftir langa nótt er nú ljóst var ekki á meðal leikmanna sem voru valdir.
Stuttur ferill Tryggva Hlinasonar hefur verið ótrúlegur en hann byrjaði að leika körfubolta fyrir nærri fimm árum. Tryggvi sem alinn er upp í Svartárkoti í Bárðardal hóf að leika með Þór Akureyri fyrir tilstilli góðra manna þar í bæ.
Hann samdi við lið Valencia á Spáni og lék þar í ACB deildinni og Euroleague á nýliðinni leiktíð. Tryggvi hlaut verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í A-deild Evrópumóts U20 landsliða fyrir ári síðan. Þar var hann valinn í úrvalslið mótsins og var þar valinn fram yfir leikmenn sem enduðu í nýliðavalinu í kvöld.
Strax í framhaldi af U20 mótinu fóru fjölmiðlar erlendis að vekja athygli á Tryggva og var hann kominn á Mock draft fyrir nýliðavalið í ár strax þá. Fyrir nokkru var svo ljóst að Tryggvi yrði á meðal nafna í hattinum í kvöld er NBA nýliðavalið fer fram.
Því miður var nafn hans ekki kallað í kvöld. Fyrir íslenska aðdáendur þá þurfa þeir ekki að örvænta því NBA lið geta enþá samið við hann á næstunni og næstu ár.
Top Ranked Undrafted Players: Malik Newman, Rawle Alkins, Trevon Duval, Gary Clark, KD.J. Hogg, Allonzo Trier, Theo Pinson, Kenrich Williams, Tyrggvi Hlinason, Bonzie Colson, Billy Preston, Keenan Evans, Marcus Foster, Brandon McCoy, Isaac Haas, Donte Grantham, Dakota Mathias
— Jonathan Givony (@DraftExpress) June 22, 2018
Eftir ansi fjörugt nýliðaval þar sem fléttur og skipti gengu á víxl liggur það fyrir að Tryggvi var ekki valinn að þessu sinni. Nokkuð líklegt verður að telja að hann fái boð um að spila með liði í Sumardeild NBA og þaðan gæti hann fengið athygli. Hann er sem sagt, Free Agent.
— Fridrik Runarsson (@FridrikIngi) June 22, 2018