spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSara Rún með 12 stig gegn San Martino di Lupari

Sara Rún með 12 stig gegn San Martino di Lupari

Sara Rún Hinriksdóttir og Faenza máttu þola tap í kvöld fyrir San Martino di Lupari í ítölsku úrvalsdeildinni, 86-57.

Eftir leikinn er Faenza í 11. sæti fjórtán liða deildarinnar með 6 sigra og 18 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 12 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur Söru og Faenza er þann 19. mars gegn Graf Crema.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -