Íslenska landsliðinu tókst ekki að landa sigri í Helsinki gegn sterku liði Finna og er því HM draumurinn úti. Íslenska liðið hitti afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna og lenti í slæmum villuvandræðum rétt undir lok leiks sem gerði róðurinn enn þyngri. 91-77 tap því raunin og Ísland úr leik í undankeppni HM.
Martin Hermannsson var frábær í liði Íslands en hann fékk fimmtu villuna sína snemma í fjórða hluta og varð því að fara af velli með 13 stig og 5 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Íslandi var Haukur Helgi Pálsson með 16 stig, hjá Finnum var það að sjálfsögðu enginn annar en leikmaður Chicago Bulls, Lauri Markkanen sem leiddi með 31 stig og 7 fráköst.
Mynd: Davíð Eldur