Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði á dögunum undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hann kemur frá Þór Akureyri eftir ársdvöl þar.
Hreiðar er þar með að snúa heim en hann er uppalinn hjá Fjölni og hefur leikið fjölda leikja með félaginu. Hann var með 3,7 stig að meðaltali í leik fyrir Þór Akureyri í Dominos deildinni á síðustu leiktíð.
Fjölnismenn ætla sér stóra hluti í 1. deild karla á næstu leiktíð. Hreiðar er þriðji leikmaðurinn sem lék í Dominos deildinni á síðustu leiktíð sem semur við liðið. Fyrir höfðu þeir Róbert Sigurðsson og Vilhjálmur Theódór Jónsson samið við liðið.