Skallagrímur er á fullu að safna saman liði fyrir Dominos deild kvenna á næstu leiktíð. Á dögunum skrifuðu fjórir leikmenn undir samning við liðið og munu leika með liðinu á komandi leiktíð.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir framlengir samning sinn við uppeldisfélagið en hún hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. Hún var með 14,4 stig, 8,7 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 26 leikjum á síðustu leiktíð.
Karen Munda Jónsdóttir endurnýjaði samning sinn einnig við liðið og þá skrifuðu Arna Hrönn Ámundadóttir og Þórunn Birta Þórðardóttir undir sína fyrstu samninga við liðið.
Nokkrar breytingar eru á liði Skallagríms fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna. Ari Gunnarsson verður áfram með liðið og fer nú inní fyrsta undirbúningstímabil sitt með liðið. Ljóst er að Jóhanna Björk Sveinsdóttir mun yfirgefa liðið.