spot_img
HomeFréttir17 árum hjá Spurs lokið

17 árum hjá Spurs lokið

Eftir 17 ár hjá San Antonio Spurs hefur franski leikstjórnandinn Tony Parker ákveðið að söðla um og er genginn í raðir Charlotte Hornets í NBA deildinni. Mun Parker hafa gert tveggja ára samning við Hornets fyrir litlar 10 milljónir Bandaríkjadala.

Hjá Hornets hittir Parker samlanda sinn Nicolas Batum en Parker mun að öllum líkindum fá það hlutverk að gefa Kemba Walker smá hvíld en sá síðarnefndi gæti lært eitt og annað af nýjasta Hornets-manninum.

Parker var valinn 28. í nýliðavalinu 2001 og fór þá beint til Spurs. Hann varð fjórum sinnum meistari með Spurs (2003, 2005, 2007 og 2014). Árið 2007 var hann valinn besti leikmaður úrslitaseríunnar.

Fréttir
- Auglýsing -