Í annað skiptið í sumar náði Karfan.is að tryggja sér viðtal við formann KKÍ til að spjalla um allt körfuboltatengt. Hannes Jónsson settist niður með Karfan.is og ræddi landsliðin og nýafstaðin töp A-landsliðs karla og hvaða merkingu það hafi að þeir séu dottnir úr undankeppni HM. Bosman-reglan bar á góma og Hannes útskýrði hvað gerðist til að reglugerðarbreytingin fór í gegn.
1. deild kvenna verður með 8 lið að keppa á næsta tímabili og við ræddum um eflingu körfuboltans kvenna megin og hvað sé framundan. Neðri deildirnar karla megin voru ræddar stuttlega sem og Dominos Körfuboltakvöld og fjöldi útsendinga.
Að lokum sagði Hannes frá því hvernig var að kíkja til New York á nýliðavalið hjá NBA og að vera með Tryggva Snæ Hlinasyni þar og við rétt minnumst á U20 karla sem eru farnir út að keppa.
Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson
Podcast Karfan.is er einnig á iTunes
Dagskrá:
00:30 – A-landslið karla eftir fall úr undankeppni HM
06:10 – Bosman-reglan rædd og hvernig önnur lönd gera þetta
15:00 – Næsta tímabil og 1. deild kvenna
18:30 – Efling körfuboltans kvenna megin og U20 kvenna
22:30 – Neðri deildir karla
24:55 – Dominos Körfuboltakvöld og fjölgun útsendinga
27:30 – Nýliðaval NBA og ferð Hannesar þangað
33:20 – Örsnöggt um U20 karla