spot_img

Miles Wright til Vals

Valur hefur samið við Miles Wright um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominos deild karla. 

 

Wright er 22. ára bakvörður eða framherji sem leikið hefur með Dartmouth háskólanum síðustu fjögur ár. Hann er að koma beint úr skóla og var með 12,33 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu með skólanum.

 

Wright þótti einnig ansi liðtækur í amerískum fótbolta og þurfti að velja á milli þegar hann fór í háskóla. Hann valdi að leika körfubolta og mun leika með Val í Dominos deildinni á komandi leiktíð.

 

Valsarar hafa verið að bæta við sig fyrir komandi átök en Oddur Rúnar Kristjánsson og Ragnar Nathanealsson sömdu við liðið fyrir nokkrum vikum. Valur endaði í 10. sæti Dominos deildarinnar sem nýliðar en ætla sér greinilega að bæta í fyrir komandi leiktíð.

 
Fréttir
- Auglýsing -