spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDamier Pitts hetjan er Grindavík lagði Hött með minnsta mun mögulegum

Damier Pitts hetjan er Grindavík lagði Hött með minnsta mun mögulegum

Grindavík lagði Hött í HS Orku Höllinni í kvöld í 19. umferð Subway deildar karla, 87-86.

Eftir leikinn er Grindavík í 6. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að Höttur er í 11. sætinu með 14 stig.

Það voru heimamenn í Grindavík sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25-14. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þeir svo lítilega í og fara með þægilega 14 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 44-30.

Það var svo eins og allt annað Hattarlið hafi mætt til leiks í seinni hálfleikinn, en þeir vinna að mestu niður forskot heimamanna í þriðja leikhlutanum, staðan fyrir lokaleikhlutann, 62-58. Hattarmenn halda svo uppteknum hætti í fjórða leikhlutanum og ná að fara með ágætis forskot inn í brak mínútur leiksins. Þökk sé nokkrum stoppum og þristum frá Grindvíkingum, ná þeir aftur að vinna sig inn í leikinn á lokamínútunni. Fara þó gífurlega illa að ráði sínu á lokasekúndum leiksins og eru næstum búnir að kasta leiknum frá sér. Ótrúlegur þristur Damier Pitts þegar þrjár sekúndur eru eftir af klukkunni kemur þeim þó í stigs forystu, 87-86, sem voru lokatölur leiksins.

Atkvæðamestur fyrir Grindavík í leiknum var Ólafur Ólafsson með 18 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Hött var það Bryan Alberts sem dró vagninn með 27 stigum og 4 stoðsendingum.

Tap kvöldsins heldur Hetti ennþá í gífurlegri hættu á að falla úr Subway deildinni. ÍR er tveimur sigrum fyrir neðan þá og liðin eiga innbyrðisleik í lokaumferðinni.

Sigurinn gerir Grindavík töluvert auðveldara fyrir að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Hjálpar þeim einnig að þeir eru með ágætis innbyrðisstöðu gagnvart liðunum fjórum fyrir neðan sig. Skipulag þeirra í síðustu þremur umferðunum gæti þó verið þungt, þar sem þeir eiga Þór, Hauka og Blika eftir.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt / Ingibergur Þór)

Grindavík : Gkay Gaios Skordilis 25/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/7 fráköst/7 stoðsendingar, Damier Erik Pitts 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 6, Zoran Vrkic 5/7 fráköst, Bragi Guðmundsson 4, Magnús Engill Valgeirsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Hilmir Kristjánsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Hinrik Guðbjartsson 0.


Höttur: Bryan Anton Alberts 27, Timothy Guers 14/8 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 13, Gísli Þórarinn Hallsson 10, Adam Eiður Ásgeirsson 9, Nemanja Knezevic 8/5 fráköst, David Guardia Ramos 3, Matej Karlovic 2/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 0, Juan Luis Navarro 0, Andri Björn Svansson 0, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0.

Fréttir
- Auglýsing -