spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR tekur ekki þátt í Evrópukeppninni

KR tekur ekki þátt í Evrópukeppninni

 

KR tók fyrst íslenskra liða síðan árið 2008 þátt í evrópukeppni á síðasta tímabili þegar að liðið skráði sig til leiks í Europe Cup. Voru þeir slegnir út í fyrstu umferðinni af gífurlega sterku liði Belfius Mons-Hainaut frá Belgíu, með samanlögðum 138 stigum gegn 172.

 

Samkvæmt fréttatilkynningu FIBA hafa 27 lið skráð sig til leiks fyrir keppnina komandi tímabil og er KR ekki eitt þeirra. Samkvæmt Böðvari Guðjónssyni, formanni meistraflokksráðs karla hjá KR, var tekin sú ákvörðun að fara heldur með liðið til æfinga erlendis fyrir tímabilið og sleppa Europe Cup.

 

Það var ítalska liðið Umana Reyer Venezia sem að sigraði keppnina í fyrra, en í úrslitum lögðu þeir landa sína í Sidigas Scandone með samanlögðum 158 stigum gegn 148.

Fréttir
- Auglýsing -