Undir 18 ára lið Íslands vann í morgun fyrsta leik sinn í B-deild Evrópumótsins, 82-65 gegn Rúmeníu í lokaleik mótsins. Liðið þurfti á sigri að halda í dag eftir þrjú svekkjandi töp í byrjun móts.
Ísland var í bílstjórasætinu allan leikinn en stakk algjörlega af í seinni hálflega og sérstaklega í fjórða leikfjórðung. Íslenska liðið lék á allsoddi í fjórða leikhluta þar sem Sigvaldi Eggertsson tróð boltanum til að mynda tvisvar með tilþrifum. Lokastaðan 82-65 fyrir Íslandi og fyrsti sigurinn staðreynd.
Sigvaldi Eggertsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 24 stig og 13 fráköst. Þá var Hilmar Henningsson með 22 stig. Íslenska liðið var með ellefu þriggja stiga körfur í leiknum en allt annað var að sjá til liðsins í dag.
Sigurinn þýðir að Ísland hoppar í fjórða sæti C-riðils af sex liðum en liðin í tveimur neðstu sætum riðilsins leika um neðstu sætin. Ísland er því komið úr þeim pakka í bili en síðasti leikur riðlakeppninnar er á morgun þegar Ísland mætir Ísrael kl 14:30 að Íslenskum tíma.
Upptaka frá leiknum: