spot_img
HomeFréttirStaðfest: Tryggvi lánaður til Obradoiro

Staðfest: Tryggvi lánaður til Obradoiro

Tryggvi Snær Hlinason hefur verið lánaður til spænska úrvalsdeildarfélagsins Monbus Obradoiro út tímabilið. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni í morgun.

 

Fyrir nokkru var ljóst að Tryggvi væri á leið frá stórliði Valencia á láni til að fá meiri spiltíma. Mikill áhugi mun hafa verið fyrir að fá Tryggva hjá liðum í spænsku ACB-deildinni. Monbus Obradoiro og MoraBanc Andorra voru líklegust til að hreppa miðherjann frá Bárðardal en það fyrrnefnda hefur orðið fyrir valinu. 

 

Monbus Obradoiro endaði í 12 sæti efstu deildar á síðustu leiktíð og hefur komið sér vel fyrir í efstu deild. Liðið er staðsett í Santiago de Compostela í norðvesturhluta Spánar. 

 

 

Lið Valencia hefur fimm leikmenn sem allir geta spilað stöðu miðherja en franski landsliðsmaðurinn Louis Labeyrie samdi við liðið í síðustu viku. Mínúturnar sem Tryggvi hefði fengið voru því takmarkaðar.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -