Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Crypto höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Toronto Raptors 112-122. Atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum var D´Angelo Russell með 28 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir Raptors var það ungstirnið Scottie Barnes sem dró vagninn með 32 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.
Sigurinn var sá sjöundi í síðustu tíu leikjum fyrir Lakers sem um þessar mundir eru eitt heitasta lið deildarinnar og stefna hraðbyr inn í úrslitakeppni Vesturstrandarinnar. Nokkuð langt er í efstu lið deildarinnar, en nú þegar 15 leikir eru eftir af tímabili þeirra eru þeir aðeins einum sigurleik frá 6. sætinu og einum og hálfum sigurleik frá 5. sæti deildarinnar.
Portland Trail Blazers 119 – 120 Philadelphia 76ers
Atlanta Hawks 114 – 107 Washington Wizards
Cleveland Cavaliers 115 – 119 Miami Heat
Brooklyn Nets 124 – 123 Minnesota Timberwolves
Denver Nuggets 120 – 128 San Antonio Spurs
Toronto Raptors 112 – 122 Los Angeles Lakers