Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð leikstjórnandans Kára Jónssonar síðustu misseri en talið var líklegt að hann væri á leið í atvinnumennsku. Í samtali við Kára á dögunum viðurkenndi hann að hlutirnir væru að skýrast en ekkert væri fast í hendi.
Ítalska vefsíðan Sportando greinir svo frá því fyrr í dag að stórliðið Barcelona sé við það að semja við þennan tvítuga leikmann Hauka.
Kári Jónsson var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð en hann lék með Draxel háskólanum leiktíðinni þar á undan. Kári var lykilleikmaður U20 landsliðs Íslands sem endaði í 8. sæti A-deildar evrópumótsins fyrir ári síðan.
Ljóst er að það væri risastórt ef Kári Jónsson semur við lið Barcelona sem leikur í efstu deild á Spáni og Euroleague. Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skrefum þessa frábæra leikmanns.
Barcelona hefur átján sinnum orðið spænskur meistari og nánast undantekningarlaust verið meðal fjögurra bestu liða á Spáni. Þá hefur liðið tvisvar unnið Euroleague og ætla sér stóra hluti á komandi leiktíð. Þjálfari liðsins er Svetislav Pesic sem var aðalfyrirlesari á þjálfarinámskeiði KKÍ fyrir rúmu ári síðan.
Samkvæmt blaðamanninum Chema de Lucas mun Kári geta leikið einnig með Barcelona B sem leikur í Spænsku B-deildinni (LEB Oro) sem er einnig mjög sterk deild. Kári mun þó væntanlega æfa við Barcelona og gefur það honum tækifæri á að vinna sig upp í aðallið stórliðsins.
ÚLTIMA HORA: El Barça tiene a punto el fichaje del base Kari Jonsson (1.90 m.; 20 años) para el filial de LEB Oro.
Ex Drexel (NCAA), ha promediado 19,8 p., 5 as., 4,6 reb. y 1,8 rob. en Islandia siendo campeón con Haukar Hafnarfjordur. Es internacional y ha metido este bombazo: pic.twitter.com/5Q1htGtJiK
— Chema de Lucas (@chemadelucas) August 2, 2018