spot_img
HomeFréttirStaðfest: Kári til Barcelona

Staðfest: Kári til Barcelona

Þær stórfregnir hafa borist að Kári Jónsson hefur gengið frá samningi sínum við stórlið Barcelona og mun leika með B-liði liðsins á komandi leiktíð. Þetta var tilkynnt á heimasíðu katalóníufélagsins í morgun. 

 

Á heimasíðu Barcelona segir að þeir verði hluti af hópi B-liðsins sem leikur í Spænsku B-deildinni (LEB Oro). Barcelona B endaði í 14. sæti LEB Oro á síðustu leiktíð en það er sama deild og Ægir Þór Steinarsson spilaði í með Tau Castello á síðustu leiktíð.  LEB Oro er einnig mjög sterk deild. Kári mun þó væntanlega æfa með Barcelona og gefur það honum tækifæri á að vinna sig upp í aðallið stórliðsins.

 

Samkvæmt reglum ACB deildinnar telst Kári ekki sem erlendur leikmaður þar sem hann er of ungur til þess. Það þarf því ekki að skrá hann formlega í leikmannahóp Barcelona sem þýðir að hann gæti komið við sögu hjá aðalliðinu á einhverjum tímapunkti. 

 

Kári Jónsson var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Hauka á síðustu leiktíð en hann lék með Draxel háskólanum leiktíðinni þar á undan. Kári var lykilleikmaður U20 landsliðs Íslands sem endaði í 8. sæti A-deildar evrópumótsins fyrir ári síðan.

 

Barcelona hefur átján sinnum orðið spænskur meistari og nánast undantekningarlaust verið meðal fjögurra bestu liða á Spáni. Þá hefur liðið tvisvar unnið Euroleague og ætla sér stóra hluti á komandi leiktíð. Þjálfari liðsins er Svetislav Pesic sem var aðalfyrirlesari á þjálfarinámskeiði KKÍ fyrir rúmu ári síðan.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -