spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaDýrfinna frá til áramóta

Dýrfinna frá til áramóta

 

Framherjinn efnilegi úr Haukum, Dýrfinna Arnardóttir, verður fjarri góðu gamni til áramóta í hið minnsta vegna höfuðhögga sem hún varð fyrir á síðasta tímabili. Það var í leik Hauka og Keflavíkur þann 21. febrúar síðastliðinn sem Dýrfinna fékk höfuðhögg er hún lenti með höfuðið á hnéi samherja síns. Ljóst er að hún fékk heilahristing við höggið sem hefur haldið henni frá leiknum síðan, fyrir utan oddaleik úrslitanna á síðasta tímabili. Þetta var í annað skipti sem Dýrfinna fékk heilahristing en einkennin geta orðið meiri þegar einstaklingar lenda oftar í slíku. 

 

Samkvæmt Dýrfinnu er hún enn slæm í hausnum og má hún því enn hvorki æfa né keppa, en hún ætlar sér út til Spánar með kærasta sínum, Kára Jónssyni, sem í dag samdi við stórlið Barcelona. Segist hún enn frekar muni taka stöðuna um næstu áramót.

 

Ljóst er að um mikinn missir er að ræða fyrir Íslandsmeistara Hauka, en áður en Dýrfinna meiddist á síðasta tímabili hafði hún skilað 10 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta á 24 mínútum að meðaltali í leik. Frammistöðu sem skilaði henni inn í íslenska A landsliðið á síðasta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -