spot_img
HomeFréttirMartin: Allt gerist af ástæðu

Martin: Allt gerist af ástæðu

Í eitt af lokaviðtölum sumarsins náði Karfan.is löngu og góðu spjalli við Martin Hermannsson, nýjasta leikmann Alba Berlin og byrjunarliðsmaður íslenska landsliðsins. Martin ræðir upphafið, heimildarmynd sem gerð var um sig, háskólaárin í Long Island University og ákvörðunina að slíta skólagöngunni fyrir sakir atvinnumennskunnar.

 

Hann segir frá símhringingu sem að hann fékk frá Tony Parker sjálfum, hvernig hann ákvað að fara til Berlínar og muninn á meistaraflokkunum hérlendis og úti.

 

Landsliðið er rætt og hvernig var að spila á EM (tvisvar) og í undankeppni HM. Martin veltir fyrir sér hvernig það sé að taka við stærra ábyrgðarhlutverki bæði í landsliðinu og í föðurhlutverkinu og hversu mikilvæg fjölskyldan sé. Að lokum skoðum við hvernig Martin komst jafn langt og raunin er og hvernig hann sjái fyrir sér að komast ennþá lengra í körfunni.
 

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Þátturinn er á iTunes

 

Dagskrá:
00:00:30 – Martin ræðir körfuboltaæskuna og heimildarmyndina um sig
00:04:15 – Fjölskylda Martins og áhrif hennar
00:08:30 – Háskólaboltaævintýrið með Elvari Má
00:16:50 – Frönsku liðin og aðdragandinn 
00:20:20 – Þegar Tony Parker hringdi í Martin
00:22:55 – Alba Berlin og næsta ár
00:25:50 – Meistaraflokkur KR vs atvinnumennskan
00:31:10 – Hver næstu skref íslensks körfubolta eru
00:36:15 – EM 2015 og 2017 og umræðan kringum liðið
00:42:45 – Undankeppni HM 2019
00:45:25 – Nýjir póstar innan landsliðsins og framtíðin
00:49:45 – Föðurhlutverkið og þroskinn
00:56:00 – Að vinda ofan af mikilleika: Hvernig komst Martin svona langt?
01:04:25 – Þjálfarar Martins gegnum tíðina
01:08:20 – Mistök í þjálfun sem of margir gera? Hvað þarf að kenna betur?
01:11:25 – Hverju skal vinna í?
01:14:30 – Hverjir eru góðir að komast að körfunni?
01:18:20 – Hvað þarf að gerast svo að Ísland komist á næsta level?
01:20:00 – Myndi Martin breyta einhverju? Hvernig náði hann markmiðunum?

 

 

Fréttir
- Auglýsing -