spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkallagrímur semur við pólskan leikmann

Skallagrímur semur við pólskan leikmann

Skallagrímur hefur samið við Maju Michalska um að leika með liðinu í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð. Maja er pólsk en hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum síðustu ár. 

 

Maja er 23 ára gamall bakvörður sem er frá Piastow í Póllandi. Hún lék með High Point háskólanum árin 2013-2016 en lék lokaárið sitt hjá Southeastern University. Þaðan útskrifaðist hún síðan síðasta vor og er þetta því fyrsti atvinnumannasamningur hennar. Á síðasta ári hennar var hún með 6 stig og  3 fráköst að meðaltali í leik en hún lék rúmar 20 mínútur. 

 

Nokkrar breytingar eru á liði Skallagríms fyrir komandi leiktíð í Dominos deild kvenna. Ari Gunnarsson verður áfram með liðið og fer nú inní fyrsta undirbúningstímabil sitt með liðið. Ljóst er að Jóhanna Björk Sveinsdóttir mun yfirgefa liðið. Fyrr í sumar hafði liðið samið við Bryeasha Blair. 

 
 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -