Í þessum fyrsta þætti af 1 á 1 hjá Körfunni er gesturinn Kristófer Acox. Kristófer er nýjasti atvinnumaður Íslendinga í körfubolta og flytur til Frakklands á næstu dögum. Í þættinum er rætt um agann í Bandaríkjunum, titlana hjá KR, landsliðið, ævintýrin í Filipseyjum og B5 svo einhver dæmi séu tekin.
Umsjón: Ólafur Þór Jónsson
Efnisyfirlit:
1:45 – Uppeldið í Vesturbænum – Upprennandi framherji í fótbolta
8:30 – Miðskóli í Bandaríkjunum – „Sprakk í loft upp”
17:30 – Vinsæll í Furman, næstum farinn heim eftir eitt ár
25:45 – Sambandið við foreldrana – „Væri ekkert í dag ef það væri ekki fyrir mömmu“
32:00 – Endurkoman í KR – „Gat ekki orðið allt öðruvísi leikmaður á þessu ári“
43:00 – Heimsfrægur í Filipseyjum – Elskaður og hataður
55:15 – Síðasta tímabil: „MVP viðurkenningin var titlingaskítur hliðin á Íslandsmeistaratitlinum“
1.04:30 – Næstum farinn til ÍR í sumar en endaði í Frakklandi
1.11:30 – Landsliðið: „Kynslóðaskipti er þreyttasta orð sem ég veit um“
1.16.00 – Umræða um komandi tímabil í Dominos deild karla
1.21:00 – „Mér finnst gaman að geta gefið til baka“
1.22:45 – B5 og umræðan um Kristófer
1.26:30 – „Planið að koma ekki heim næstu 10 ár“